Innlent

Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár.

Þetta kom fram máli Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns á málstofu um Icesave samkomulagið í Háskóla Íslands í dag.

Ragnar hefur áður bent á að samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi væru Íslendingar að taka á sig mun meiri skuldbindingar en Evróputilskipunin gerir ráð fyrir.

Ragnar benti á að samkvæmt samkomulaginu er Íslendingum einnig gert að greiða tveggja milljarða króna lögmannskostnað Breta vegna Icesave málsins. Er um ræða lögmannsþóknun vegna ráðgjafar og tilfallandi kostnaður vegna útgreiðslu til breskra Icesave innistæðueigenda.

Ragnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri afar einkennilegt að samkomulagið kveði á um ríkisábyrgð á lögmannskostnaði breta - og í raun með öllu óskiljanlegt.

Þessi upphæð er kannski ekki há þegar hún borin saman við heildarlán Breta og Hollendinga vegna Icesave samkomulagsins.

Fyrir tvo milljarða mætti hins vegar reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í tæpa 8 mánuði og þá er upphæðin ívið lægri en áætlaður tekjuauki ríkissins á þessu ári vegna skattahækkunar á áfengi og tóbaki.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×