Enski boltinn

Capello: Heskey er lykillinn í leikkerfi enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emile Heskey sést hér pressa boltann í landsleik á móti Hollandi.
Emile Heskey sést hér pressa boltann í landsleik á móti Hollandi. Mynd/AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, heldur mikla tryggð við Emile Heskey þrátt fyrir að Heskey hafi aðeins skorað 7 mörk í 56 landsleikjum. Heskey er og verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins þrátt fyrir að Jermain Defoe hafi skorað 8 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum.

Capello tekur að með því að spila með Emile Heskey í framlínunni þá fá hanni meira úr mönnum eins Steven Gerrard og Wayne Rooney.

„Hann er mjög mikilvægur fyrir leikkerfi liðsins, bæði í hvernig við förum upp völlinn en líka í hvernig við pressum boltann í vörninni. Ég lít framhjá því að hann er ekki góður klárari en aðrir sjá um það. Ef hann opnar dyrnar þá komast hinir inn," sagði Capello.

„Emile klikkaði á einu góðu færi á miðvikudaginn en það var hann sem bjó það til. Einhver annar framherji hefði örugglega aldrei búið til það færi," sagði Capello.

Capello hefur sett þá reglu að leikmenn verða að vera fastamenn í sínum liðum til þess að spila með landsliðinu. Hann hefur þó viðurkennt að hann gæti alveg brotið þá reglu fyrir Emile Heskey því hann telur hann vera svo mikilvægan fyrir leikstíl enska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×