Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið 8. apríl 2009 05:45 Skilja ekki sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra furða sig á málflutningi sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. „Þetta er raunverulega ekkert nema endurtekningar og ekkert annað en málþóf,“ sagði Jóhanna.fréttablaðið/pjetur Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur. Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur.
Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira