Erlent

Heillum snauðir

Óli Tynes skrifar
Ég hefði átt að lesa Laxness.
Ég hefði átt að lesa Laxness. Mynd/AP

Sumir fóru fyrir jól.

fluttust burt úr landi,

heillum snauðir heims um ból

hús þeir byggja' á sandi.

Í útlöndum er ekkert skjól,

eilífur stormbeljandi.

Svo segir í einu af þessum huggulegu vögguljóðum eftir Halldór Laxness. Þetta fékk hún Joan Bates að reyna.

Á meðfylgjandi mynd er hún sjálf að taka mynd af húsinu sínu sem er að sökkva í sand í Flórída.

Okkur er ekki alveg kunnugt um hvort Viðlagasjóður er starfræktur í Flórída.

En vonandi hefur Joan allavega haft hústryggingu. Og vonandi hefur hún lesið smáa letrið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×