Heiðurslaun Þráins vefjast fyrir Borgurum 28. apríl 2009 06:00 Mynd/GVA „Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabaráttunni), Heiða og þið öll. Við skulum sameiginlega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin)," skrifar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgarahreyfingarinnar (xO). Þegar kosningaúrslit lágu fyrir tóku stuðningsmenn xO að rita hamingjóskir á póstlista samtakanna, einkum til þeirra sem hrepptu þingsæti, þeirra Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margrétar Tryggvadóttur og Þráins Bertelssonar. Hins vegar tóku menn fljótlega að ræða hversu óþægilegt væri fyrir hreyfinguna að eiga þá umræðu yfir höfði sér að Þráinn þægi hátt í 200 þúsund krónur á mánuði fyrir það eitt að vera á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. „Tek undir með Heiðu „practiserum það sem við predikerum" var stöðugt í umræðutorfi um laun Þráins síðustu dagana fyrir kostningar, hvar sem ég var að halda merkjum okkar á lofti og var sammála fólki um trúverðugleika okkar þegar þessi laun voru rædd," ritar Mummi í Götusmiðjunni. En Þráinn tekur öllum slíkum hugmyndum afar illa. Fréttablaðið hafði áður greint frá þessu en þá líkti Þráinn heiðurslaununum við Ólympíugull og hefur einnig sagt að þau séu nokkuð sem hann er fyrir löngu búinn að vinna sér inn fyrir. Þessi afgerandi ummæli Þráins eru í nokkurri mótsögn við það sem hann sagði í kosningasjónvarpi RÚV, hjá Agli Helgasyni, að hann ætlaði að leita upplýsinga um fordæmi hjá starfsmönnum Alþingis. Eftir því sem næst verður komist eru engin fordæmi um að heiðurslaunaþegi hafi tekið sæti á þingi.- jbg Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabaráttunni), Heiða og þið öll. Við skulum sameiginlega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin)," skrifar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgarahreyfingarinnar (xO). Þegar kosningaúrslit lágu fyrir tóku stuðningsmenn xO að rita hamingjóskir á póstlista samtakanna, einkum til þeirra sem hrepptu þingsæti, þeirra Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margrétar Tryggvadóttur og Þráins Bertelssonar. Hins vegar tóku menn fljótlega að ræða hversu óþægilegt væri fyrir hreyfinguna að eiga þá umræðu yfir höfði sér að Þráinn þægi hátt í 200 þúsund krónur á mánuði fyrir það eitt að vera á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. „Tek undir með Heiðu „practiserum það sem við predikerum" var stöðugt í umræðutorfi um laun Þráins síðustu dagana fyrir kostningar, hvar sem ég var að halda merkjum okkar á lofti og var sammála fólki um trúverðugleika okkar þegar þessi laun voru rædd," ritar Mummi í Götusmiðjunni. En Þráinn tekur öllum slíkum hugmyndum afar illa. Fréttablaðið hafði áður greint frá þessu en þá líkti Þráinn heiðurslaununum við Ólympíugull og hefur einnig sagt að þau séu nokkuð sem hann er fyrir löngu búinn að vinna sér inn fyrir. Þessi afgerandi ummæli Þráins eru í nokkurri mótsögn við það sem hann sagði í kosningasjónvarpi RÚV, hjá Agli Helgasyni, að hann ætlaði að leita upplýsinga um fordæmi hjá starfsmönnum Alþingis. Eftir því sem næst verður komist eru engin fordæmi um að heiðurslaunaþegi hafi tekið sæti á þingi.- jbg
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira