Innlent

Meintir kannabisræktendur enn í haldi

Frá vettvangi
Frá vettvangi MYND/DANÍEL

Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær í Iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru enn í haldi lögreglu. Yfirheyslurm er ekki lokið. Lögregla stöðvaði í gærkvöldi umfangsmestu kannabisræktun sögunnar þegar hún lagði hald á 621 kannabisplöntum, tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum.

Mennirnir tveir voru á staðnum þegar lögregla réðst inn og handtók þá í kjölfarið. Eigendur húsnæðisins hafa verið þar undanfarin þrjú ár sem þykir benda til þess að ræktunin hafi farið þar fram í langan tíma.

Ræktunin var nokkuð umfangsmikil og sem dæmi var sér vökvunarkerfi sem sá um að vökva plönturnar.






Tengdar fréttir

Nágrannar grunlausir um risa kannabisræktun

Það fór lítið fyrir umfangsmestu kannabisræktun sögunnar en nágrannar sem Vísir hafði samband við höfðu ekki hugmynd um þá ólöglegu starfsemi sem átti sér stað í húsnæðinu.

Umfangsmesta kannabisræktun sögunnar stöðvuð á Kjalarnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu á Kjalarnesi nú í kvöld. Um er að ræða kannabisræktun í Iðnaðarhúsnæði en tveir voru handteknir vegna málsins. Einnig fannst lítilræði af hvítu dufti á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×