Innlent

Nágrannar grunlausir um risa kannabisræktun

Kannabisræktendur voru gríðarlega vel búnir.
Kannabisræktendur voru gríðarlega vel búnir.

Það fór lítið fyrir umfangsmestu kannabisræktun sögunnar en nágrannar sem Vísir hafði samband við höfðu ekki hugmynd um þá ólöglegu starfsemi sem átti sér stað í húsnæðinu.

Lögreglan réðst inn í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi í gærkvöldi. Þar kom í ljós gríðarleg kannabisræktun, búnaður upp á milljónir voru inn í húsnæðinu auk tveggja manna sem voru handteknir.

Lögreglan sagðist aldrei hafa séð annað eins, þá sagðist Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, að hann teldi að verksmiðjan hefði verið þarna í talsverðan tíma.

Engu að síður sögðust nágrannarnir aldrei hafa orðið varir við neitt grunsamlegt, en húsnæðin beggja megin við iðnaðarhúsnæðið sem hýsti kannabisið, er notað sem geymslur.

Gríðarleg lykt kemur af kannabisræktun. Ræktendurnir voru hinsvegar vel búnir, vopnaðir loftræstitækjum auk þess sem þeir einangruðu innviði hússins svo að hiti og lykt færu ekki út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×