Enski boltinn

Damien Duff fullkomnaði endurkomu Fulham á móti Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damien Duff var sáttur með sigurmarkið sitt.
Damien Duff var sáttur með sigurmarkið sitt. Mynd/AFP

Damien Duff tryggði Fulham 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni með því að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Everton hafði komist í 1-0 í fyrri hálfleik með skallamarki Tim Cahill.

Paul Konchesky jafnaði með skoti á 57. mínútu sem hafði viðkomu í varnarmanni og sigurmark Damien Duff kom síðan með skoti fyrir utan teig á 79. mínútu.

Everton hafði góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en missti dampinn þegar fyrirliðinn Phil Neville var borinn útaf meiddur.

Fulham komst upp í 10. sæti með þessum sigri en liðið er með jafnmörg stig og Arsenal í 9. sætin en hefur lakari markatölu. Everton er hinsvegar í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×