Enski boltinn

Meiðsli King og Pavlyuchenko ekki alvarleg

Meiðslakálfurinn Ledley King er ekki alvarlega meiddur að þessu sinni
Meiðslakálfurinn Ledley King er ekki alvarlega meiddur að þessu sinni NordicPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn Tottenham anda nú léttar eftir að í ljós kom að meiðsli þeirra Roman Pavlyuchenko og Ledley King frá því í leiknum gegn Portsmouth í gær eru ekki alvarleg.

King meiddist á læri skömmu fyrir leikhlé og óttast var að hann væri með slitinn vöðva í læri, en í ljós kom að um minniháttar tognun var að ræða.

Rússneski framherjinn Pavlyuchenko þurfti líka að fara af velli sárkvalinn eftir hart samstuð við fyrrum Tottenham-leikmanninn Sean Davis, en hann er aðeins illa marinn á leggnum.

"Ég óttaðist það versta þegar ég fékk höggið, en í þessari deild fær maður ekki að spila ef maður ætlar að hoppa frá tæklingum. Ég er sem betur fer óbrotinn, en læknarnir sögðu mér að ég myndi missa af einum leik," sagði Rússinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×