Ástþór æfur út í Rúv - ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld 25. apríl 2009 09:45 Ástþór Magnússon Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag." Kosningar 2009 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag."
Kosningar 2009 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira