Landlæknir varar við fíkniefnastríði 18. júní 2009 04:00 Landlæknir segir að ýmis rök megi færa fyrir því að frjálslyndari stefna um notkun kannabisefna þurfi ekki að leiða til versnandi ástands. Hann vísar í rannsóknir sem bendi til að efnið sé lítt ávanabindandi, miðað við önnur vímuefni. Landlæknir minnist á „þær ógöngur" sem fylgt hafi hinu bandaríska „stríði gegn fíkniefnum", þar sem fangelsin séu yfirfull af fólki sem hafi hlotið dóma vegna vímuefna. Einnig bendir hann á jákvæða reynslu Portúgala af frjálslyndi. „Nauðsynlegt er að dæmi sem þessi séu tekin til fordómalausrar umræðu," segir Matthías Halldórsson landlæknir. Þetta kemur fram í svarbréfi hans við umkvörtunum Ólafs Skorrdal, sem er áhugamaður um lögleiðingu kannabisefna. Ólafur hafði gert athugasemdir við ummæli á heimasíðu SÁÁ og við ýmsar staðhæfingar formanns SÁÁ, Þórarins Tyrfingssonar læknis. Þórarinn hefur talað um tengsl kannabisefna og harðari efna og um „kannabisbullurnar", sem berjist fyrir lögleiðingu efnanna. Landlæknir hvetur Þórarin til að vera málefnalegan; hann sé í þeirri óvenjulegu aðstöðu að vera yfirlæknir og um leið formaður samtaka í fjárþörf. Stundum heyrist sú gagnrýni að málflutningur hans sé áróðurskenndur. Landlæknir vísar í nokkrar rannsóknir sem segja kannabisefni lítið ávanabindandi miðað við önnur vímuefni, svo sem áfengi og tóbak. Institute of Medicine í Bandaríkjunum segir til að mynda að 32 prósent tóbaksneytenda verða háð tóbaki og 23 prósent heróínneytenda verði háð heróíni. Sautján prósent neytenda kókaíns verði háð því og fimmtán prósent alkóhólneytenda verði háð áfengi. Níu prósent kannabisneytenda verði hins vegar háð kannabisefnum. Svipuð tala sé nefnd í riti sænsku heilbrigðisstjórnarinnar. Efnið mælist lítt ávanabindandi víðar. Þrátt fyrir þetta sé víst að kannabisneytendur leiðist stundum út í neyslu harðari efna, hvort sem þar sé um orsakasamband að ræða eða ekki, eins og rannsókn úr Science-tímaritinu bendi til. Landlæknir vísar í framhaldinu í skýrslu SÁÁ, þar sem segir að þegar neytandinn kaupi efnið „læri [hann] lögmál vímuefnamarkaðarins" og kynnist sölumönnum sem seinna selji honum önnur efni. Landlæknir vekur að lokum athygli á því að ástæða sé til að fara með gát, enda bendi rannsóknir til að lítið brot kannabisneytenda sé líklegt til að þróa með sér geðsjúkdóma. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Landlæknir segir að ýmis rök megi færa fyrir því að frjálslyndari stefna um notkun kannabisefna þurfi ekki að leiða til versnandi ástands. Hann vísar í rannsóknir sem bendi til að efnið sé lítt ávanabindandi, miðað við önnur vímuefni. Landlæknir minnist á „þær ógöngur" sem fylgt hafi hinu bandaríska „stríði gegn fíkniefnum", þar sem fangelsin séu yfirfull af fólki sem hafi hlotið dóma vegna vímuefna. Einnig bendir hann á jákvæða reynslu Portúgala af frjálslyndi. „Nauðsynlegt er að dæmi sem þessi séu tekin til fordómalausrar umræðu," segir Matthías Halldórsson landlæknir. Þetta kemur fram í svarbréfi hans við umkvörtunum Ólafs Skorrdal, sem er áhugamaður um lögleiðingu kannabisefna. Ólafur hafði gert athugasemdir við ummæli á heimasíðu SÁÁ og við ýmsar staðhæfingar formanns SÁÁ, Þórarins Tyrfingssonar læknis. Þórarinn hefur talað um tengsl kannabisefna og harðari efna og um „kannabisbullurnar", sem berjist fyrir lögleiðingu efnanna. Landlæknir hvetur Þórarin til að vera málefnalegan; hann sé í þeirri óvenjulegu aðstöðu að vera yfirlæknir og um leið formaður samtaka í fjárþörf. Stundum heyrist sú gagnrýni að málflutningur hans sé áróðurskenndur. Landlæknir vísar í nokkrar rannsóknir sem segja kannabisefni lítið ávanabindandi miðað við önnur vímuefni, svo sem áfengi og tóbak. Institute of Medicine í Bandaríkjunum segir til að mynda að 32 prósent tóbaksneytenda verða háð tóbaki og 23 prósent heróínneytenda verði háð heróíni. Sautján prósent neytenda kókaíns verði háð því og fimmtán prósent alkóhólneytenda verði háð áfengi. Níu prósent kannabisneytenda verði hins vegar háð kannabisefnum. Svipuð tala sé nefnd í riti sænsku heilbrigðisstjórnarinnar. Efnið mælist lítt ávanabindandi víðar. Þrátt fyrir þetta sé víst að kannabisneytendur leiðist stundum út í neyslu harðari efna, hvort sem þar sé um orsakasamband að ræða eða ekki, eins og rannsókn úr Science-tímaritinu bendi til. Landlæknir vísar í framhaldinu í skýrslu SÁÁ, þar sem segir að þegar neytandinn kaupi efnið „læri [hann] lögmál vímuefnamarkaðarins" og kynnist sölumönnum sem seinna selji honum önnur efni. Landlæknir vekur að lokum athygli á því að ástæða sé til að fara með gát, enda bendi rannsóknir til að lítið brot kannabisneytenda sé líklegt til að þróa með sér geðsjúkdóma.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira