Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun Gunnar Örn Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:24 Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum. Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis. Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum. Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli. Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna. Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong. Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums. Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal. Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is. Tengdar fréttir Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum. Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis. Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum. Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli. Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna. Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong. Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums. Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal. Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is.
Tengdar fréttir Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45
Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16