Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2009 12:25 Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira