Enski boltinn

Ferrari-inn hans Ronaldo í klessu - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi glæsikerra er heldur illa farin.
Þessi glæsikerra er heldur illa farin. Nordic Photos / AFP
Cristiano Ronaldo eyðilagði Ferrari-bifreið sína er hann ók á vegarstólpa í göngum rétt utan við Manchester-borg í dag.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum neðst í greininni er bíllinn gerónýtur. En til allrar lukku slapp Ronaldo heill frá öllu saman og æfði með Manchester United í dag eins og venjulega.

Lögreglan hefur auglýst eftir vitnum til að varpa ljósi á hvað nákvæmlega gerðist en engir aðrir bílar lentu í árekstrinum. Félagi Ronaldo hjá United, markvörðurinn Edwin van der Sar, var skammt undan í Bentley-bifreið sinni.

Við áreksturinn fór eitt dekkið undan bílnum og hafnaði um tvö hundruð metra frá þeim stað sem bíllinn staðnæmdist. Jody Lomax varð vitni að árekstrinum.

„Ferrari-inn klessti beint á vegginn, fremsta vinstra dekkið fór undan bílnum og Ronaldo steig úr honum."

„Ég var nú sjálf í sjokki. En það var allt í lagi með hann þó hann væri eðlilega nokkuð skelkaður. Það var líka synd að sjá bílinn fara svona," sagði hún.

Lögreglan sagði enn fremur að Ronaldo hefði verið látinn blása í áfengismæli en að ekkert óeðlilegt hafi komið fram þar.

Samkvæmt þessu er því ekkert því til fyrirstöðu að Ronaldo geti leikið með sínum mönnum gegn Chelsea á sunnudaginn.

Lögreglan var ekki lengi að koma á vettvang.Nordic Photos / AFP
Lögregluþjónn skoðar klessukeyrða Ferrari-inn.Nordic Photos / AFP
Þetta eru göngin sem Ronaldo var að keyra í.Nordic Photos / AFP
Sem betur fer slasaðist enginn.Nordic Photos / AFP
Kranabílar mættu á vettvang.Nordic Photos / AFP
Nordic Photos / AFP
Vonandi var Ronaldo með fákinn í Kaskó.Nordic Photos / AFP
Upp fer bílinn ...Nordic Photos / AFP
... og burt.Nordic Photos / AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×