Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar 30. desember 2009 11:43 Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er varaformaður fjárlaganefndar. „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað. Óvissa er um framhald Icesave málsins vegna bréfsins sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Björn Valur segir að formenn flokkanna sitji nú á fundi og ræði skipulag þinghaldsins í dag. Á meðan bíði fjárlaganefnd átektar. Björn Valur vísar því á bug að upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum og segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu. „Lögfræðistofan er nýbúin að skila 86 blaðsíðna áliti til Alþingis og það er nú í meira lagi furðulegt að þeir skuli senda okkur tölvupóst núna og segja að það gæti hugsanlega verið eitthvað fleira sem Alþingi hafi hugsanlega áhuga á að skoða. Ég ætla að vona að hún hafi birt álitsgerðina á þeim gögnum sem hún hafði undir höndum.“ Björn Valur fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi. Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. „Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna. Það er ekki mjög traustvekjandi.“ Við þetta má bæta að Gunnlaugur höfðaði í fyrrahaust mál gegn Novator í Bretlandi og sagðist eiga tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum félagsins. Gunnlaugur var látinn fara frá Novator, en hann er sagður hafa séð um samninga fyrir félagið þegar ákveðið var að taka þátt í framleiðslu á myndinni The Perfect Holiday. Novator fór illa út úr því ævintýri eins og flestir sem að þeirri mynd komu og Vísir hefur áður fjallað um. Tengdar fréttir Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað. Óvissa er um framhald Icesave málsins vegna bréfsins sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Björn Valur segir að formenn flokkanna sitji nú á fundi og ræði skipulag þinghaldsins í dag. Á meðan bíði fjárlaganefnd átektar. Björn Valur vísar því á bug að upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum og segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu. „Lögfræðistofan er nýbúin að skila 86 blaðsíðna áliti til Alþingis og það er nú í meira lagi furðulegt að þeir skuli senda okkur tölvupóst núna og segja að það gæti hugsanlega verið eitthvað fleira sem Alþingi hafi hugsanlega áhuga á að skoða. Ég ætla að vona að hún hafi birt álitsgerðina á þeim gögnum sem hún hafði undir höndum.“ Björn Valur fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi. Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. „Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna. Það er ekki mjög traustvekjandi.“ Við þetta má bæta að Gunnlaugur höfðaði í fyrrahaust mál gegn Novator í Bretlandi og sagðist eiga tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum félagsins. Gunnlaugur var látinn fara frá Novator, en hann er sagður hafa séð um samninga fyrir félagið þegar ákveðið var að taka þátt í framleiðslu á myndinni The Perfect Holiday. Novator fór illa út úr því ævintýri eins og flestir sem að þeirri mynd komu og Vísir hefur áður fjallað um.
Tengdar fréttir Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40
Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05
Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01
Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29
Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23