Boða alþjóðlega baráttu gegn olíuvinnslu á Jan Mayen-svæðinu 17. maí 2009 14:51 Einni viku áður en Íslendingar fengu fyrstu tilboð í Drekasvæðið tók ríkisstjórn Noregs fyrsta skrefið til að opna á olíuvinnslu á norska hluta Jan Mayen svæðisins. Umhverfissamtök í Noregi segja þetta hneyksli og boða alþjóðlega baráttu gegn áformum um olíuvinnslu á svæðinu. Norðmenn ætla þó að friða næsta nágrenni Jan Mayen en bjóða eyjuna undir þjónustumiðstöðvar við olíuleit.Samkvæmt samkomulagi ríkjanna eiga Norðmenn rétt á að nýta 25% af því sem finnst á hluta Drekasvæðisins Íslandsmegin og Íslendingar eiga 25% nýtingarétt á enn stærra svæði Noregsmegin. Ákvörðun norsku stjórnarinnar gæti því því haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir Íslendinga í framtíðinni finnist þar olía á annað borð.Ákvörðunin er í norskum fjölmiðlum skýrð með því að Íslendingar hafi þegar ákveðið að leyfa olíuvinnslu á Jan Mayen hryggnum. Olíumálaráðherra Noregs, Terje Riis Johansen, undirstrikar þó að ekki sé sjálfgefið að ferlið leiði til þess að olíuboranir verði leyfðar. 30 kílómetra hafsvæði umhverfis Jan Mayen verður friðað en tekið fram að það komi ekki í veg fyrir að leyft verði að setja upp þjónustumiðstöðvar á eynni. Norðmenn ætla þannig ekki að láta Íslendinga eina um að njóta tekna af þjónustu við olíuleit á Jan Mayen-svæðinu.Landssamtök norska olíuiðnaðarins fagna ákörðun norsku ríkisstjórnarinnar meðan umhverfissamtök gagnrýna hana harðlega. Frederic Hauge, forseti Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, segir um Jan Mayen opnunina að það sé hneyksli að ríkisstjórn landsins hafi nú tekið fyrsta skrefið í átt að olíuborunum á Norðurskautssvæðum. Hann boðar aðgerðir gegn áformunum, bæði í Noregi og á alþjóðavettvangi.Það þykir til marks um þá virðingu sem Bellona-samtökin og Frederic Hauge njóta að tímaritið Time setti hann fyrir tveimur árum á lista yfir helstu umhverfishetjur heims og var hann þar í flokki með mönnum eins og Al Gore og David Attenborough. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Einni viku áður en Íslendingar fengu fyrstu tilboð í Drekasvæðið tók ríkisstjórn Noregs fyrsta skrefið til að opna á olíuvinnslu á norska hluta Jan Mayen svæðisins. Umhverfissamtök í Noregi segja þetta hneyksli og boða alþjóðlega baráttu gegn áformum um olíuvinnslu á svæðinu. Norðmenn ætla þó að friða næsta nágrenni Jan Mayen en bjóða eyjuna undir þjónustumiðstöðvar við olíuleit.Samkvæmt samkomulagi ríkjanna eiga Norðmenn rétt á að nýta 25% af því sem finnst á hluta Drekasvæðisins Íslandsmegin og Íslendingar eiga 25% nýtingarétt á enn stærra svæði Noregsmegin. Ákvörðun norsku stjórnarinnar gæti því því haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir Íslendinga í framtíðinni finnist þar olía á annað borð.Ákvörðunin er í norskum fjölmiðlum skýrð með því að Íslendingar hafi þegar ákveðið að leyfa olíuvinnslu á Jan Mayen hryggnum. Olíumálaráðherra Noregs, Terje Riis Johansen, undirstrikar þó að ekki sé sjálfgefið að ferlið leiði til þess að olíuboranir verði leyfðar. 30 kílómetra hafsvæði umhverfis Jan Mayen verður friðað en tekið fram að það komi ekki í veg fyrir að leyft verði að setja upp þjónustumiðstöðvar á eynni. Norðmenn ætla þannig ekki að láta Íslendinga eina um að njóta tekna af þjónustu við olíuleit á Jan Mayen-svæðinu.Landssamtök norska olíuiðnaðarins fagna ákörðun norsku ríkisstjórnarinnar meðan umhverfissamtök gagnrýna hana harðlega. Frederic Hauge, forseti Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, segir um Jan Mayen opnunina að það sé hneyksli að ríkisstjórn landsins hafi nú tekið fyrsta skrefið í átt að olíuborunum á Norðurskautssvæðum. Hann boðar aðgerðir gegn áformunum, bæði í Noregi og á alþjóðavettvangi.Það þykir til marks um þá virðingu sem Bellona-samtökin og Frederic Hauge njóta að tímaritið Time setti hann fyrir tveimur árum á lista yfir helstu umhverfishetjur heims og var hann þar í flokki með mönnum eins og Al Gore og David Attenborough.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira