Enski boltinn

Crewe steinlá gegn Northampton

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe fengu skell í ensku C-deildinni í dag þegar þeir lágu 5-1 fyrir Northampton á útivelli.

Billy Clarke skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir heimamenn eftir að hafa komið sem lánsmaður frá Ipswich, en hann var aðeins tvær mínútur að komast á blað í frumraun sinni með liðinu.

Á átjándu mínútu leiksins missti svo Crewe miðvörðinn sterka Julien Baudet af velli með rautt spjald og eftir það var ljóst að verkefnið yrði Guðjóni og félögum erfitt.

Crewe er sem fyrr á botni deildarinnar með 19 stig, tveimur minna en Cheltenham og Hereford í sætunum fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×