Enski boltinn

Sven fer ekki fet

NordicPhotos/GettyImages

Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að Sven Göran Eriksson verði landsliðsþjálfari Mexíkó í það minnsta í næstu tveimur leikjum.

Eriksson hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina og hefur verið nefndur sem eftirmaður Tony Adams hjá Portsmouth.

Mexíkóar eiga vináttuleik við Bólivíumenn þann 11. mars og svo leik í undankeppni HM gegn Kosta Ríka þann 28. mars.

Sambandið segir útilokað annað en Eriksson stýri liðinu í þessum tveimur leikjum, þó Svíinn hafi raunar verið gagnrýndur harðlega að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×