Innlent

Segir strandveiðarnar vera ódýrt kosningaloforð

Grétar Mar þingmaður Frjálslynda flokksins segir að strandveiðar Steingríms J. Sigfússonar séu ekkert annað en ódýrt kosningaloforð. „Hann gæti eins lofað öllum kíló af gulli eftir kosningarnar," segir Grétar Mar.

Fram kemur í máli Grétar að hann telji þessar hugmyndir Steingríms vera algjöra sýndarmennsku enda eigi eftir að leggja fram frumvarp um málið á alþingi. „Hann hefur ekkert í hendi til þess að gera þetta," segir Grétar. „Þetta er bara viljayfirlýsing hjá honum og eiginlega bara ómerkilegt, svona sýndarmennsku gjörningur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×