Logi býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar 19. febrúar 2009 15:40 Logi Már Einarsson, arkitekt, býður sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum. ,,Þörf er á siðbót í stjórnmálum. Virðingu Alþingis þarf að endurreisa með vönduðum vinnubrögðum, ekki snoturri umgjörð. Ég vil auðmjúka stjórnmálamenn sem týna sér ekki í smáatriðum heldur einbeita sér að heildarmyndinni. Gleyma sér ekki eingöngu í verkefnum dagsins heldur hafa kjark og þor til að horfa til framtíðar. Viðurkenni takmörk sín og séu duglegir við að leita til sérfræðinga," segir Logi og bætir við Alþingismenn verði að bregðast við kröfum almennings um opnari umræðu. ,,Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins. Þess vegna þurfum við meiri fjölbreyttni á þing; konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn. En umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokksræðinu." Logi segir að vandi fyrirtækjanna sé vandi heimilanna og rekstarumhverfi þeirra verði að tryggja. ,,Vandamálin verða ekki eingöngu leyst með skammtímalausnum, þó þær séu bráðnauðsynlegar. Við verðum að tryggja stöðugra efnahagsumhverfi, svo fyrirtæki og heimili geti gert áætlanir til lengri tíma. Upptaka Evru er nauðsynlegur liður í því. Við eigum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax og bera síðan þann samning undir þjóðina." Logi er 44 ára arkitekt, búsettur á Akureyri, kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur lögmanni. Hann á tvö börn. Logi rekur arkitektastofuna Kollgátu og hefur mikla reynslu á sviði mannvirkjagerðar og skipulagsmála. Kosningar 2009 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum. ,,Þörf er á siðbót í stjórnmálum. Virðingu Alþingis þarf að endurreisa með vönduðum vinnubrögðum, ekki snoturri umgjörð. Ég vil auðmjúka stjórnmálamenn sem týna sér ekki í smáatriðum heldur einbeita sér að heildarmyndinni. Gleyma sér ekki eingöngu í verkefnum dagsins heldur hafa kjark og þor til að horfa til framtíðar. Viðurkenni takmörk sín og séu duglegir við að leita til sérfræðinga," segir Logi og bætir við Alþingismenn verði að bregðast við kröfum almennings um opnari umræðu. ,,Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins. Þess vegna þurfum við meiri fjölbreyttni á þing; konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn. En umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokksræðinu." Logi segir að vandi fyrirtækjanna sé vandi heimilanna og rekstarumhverfi þeirra verði að tryggja. ,,Vandamálin verða ekki eingöngu leyst með skammtímalausnum, þó þær séu bráðnauðsynlegar. Við verðum að tryggja stöðugra efnahagsumhverfi, svo fyrirtæki og heimili geti gert áætlanir til lengri tíma. Upptaka Evru er nauðsynlegur liður í því. Við eigum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax og bera síðan þann samning undir þjóðina." Logi er 44 ára arkitekt, búsettur á Akureyri, kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur lögmanni. Hann á tvö börn. Logi rekur arkitektastofuna Kollgátu og hefur mikla reynslu á sviði mannvirkjagerðar og skipulagsmála.
Kosningar 2009 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira