Enski boltinn

McLeish vill ekki skemma Birmingham með stórstjörnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex McLeish í leik með Birmingham.
Alex McLeish í leik með Birmingham. Nordic Photos / Getty Images

Alex McLeish vill ekki að stórstjörnur verði keyptar til Birmingham þegar félagaskiptaglugginn verði opnaður í janúar næstkomandi til að raska ekki jafnvægi liðsins.

Birmingham er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð en alls hefur liðið spilað átta leiki í röð án taps. Liðið tapaði síðast fyrir Arsenal um miðjan október.

Carson Yeung, eigandi Birmingahm, mun vera áhugasamur um að fá leikmenn á borð við Andriy Shevchenko ktil félagsins en hann keypti félagið í haust fyrir 80 milljónir punda. Hann hefur lofað því að eyða 20 milljónum í leikmannakaup í janúar næstkomandi.

„Ég á ekki von á því að fá stórstjörnu til félagsins og valda þannig uppnámi í búningsklefanum," sagði McLeish við enska fjölmiðla. „Það er gott að fá pening til að kaupa leikmenn en það verður að passa upp á að fá rétta leikmenn til félagsins."

McLeish er til að mynda sagður hafa áhuga á Milan Jovanovic, leikmanni Standard Liege í Belgíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×