Enski boltinn

Fjárfestar skoða Chelsea

NordicPhotos/GettyImages
Enska knattspyrnufélagið Chelsea sem er í eigu Romans Abramovich er sagt vera undir smásjá arabískra og evrópskrá fjárfesta undir forystu Dr.Sulaiman al-Fahim sem nýlega keypti Manchester City.

Roman Abramovich hefur neitað blaðafregnum þess efnis að hann vilji selji félagið sem hann keypti fyrir sex árum. Abramovich hefur fjárfest um 600 milljónir punda á þessum tíma en félagið er þó töluvert frá því að verða sjálfbært.

Ekki er leyfilegt að eiga 2 knattspyrnufélög og því eru svissnesk og þýsk fjárfestingafélög með Abu Dhabi fjölskyldunni að skoða möguleikana á því að eignast Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×