Enski boltinn

Forráðamenn United senda Frökkunum tóninn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Fergusson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Fergusson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic photos/AFP

Talsmaður Englandsmeistara Manchester United hefur staðfest að félagið hafi hug á því að kæra Le Havre fyrir ásakanir forráðamanna franska félagsins um að enska félagið hafi reynt að fá hinn unga Paul Pogba með ólöglegum hætti.

Forráðamenn franska félagsins hafa meðal annars haldið því fram að foreldrar leikmannsins hafi fengið greiðslur frá United sem og eitt stykki hús.

„Manchester United hefur sent bréf til Le Havre þar sem fram kemur að ómálaefnalegar og ósannar fullyrðingar forráðamanna franska félagsins í garð Manchester United verða ekki liðnar og ef þeim linnir ekki verður lögð fram kæra.

Manchester United vill enn fremur ítreka að félagið hefur ávallt farið eftir settum reglum varðandi félagaskipti leikmanna og staðhæfingar um annað eru einfaldlega rangar," segir meðal annars í yfirlýsingu frá United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×