Herbert sigraði í hæstarétti - Málið rústaði hjónabandinu Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 4. júní 2009 17:04 Herbert Guðmundsson hafði betur gegn húsfélaginu. „Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna." Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Mér finnst að réttlætið hafi unnið í þessu máli," segir Herbert Guðmundsson, söngstjarna. Hæstiréttur vísaði í dag máli húsfélagsins að Prestbakka 11-21 gegn Herberti og fyrrum konu hans, Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá héraðsdómi. Þá var húsfélagið dæmt til að greiða Herberti og frú 1200 þúsund krónur í málskostnað. Herbert íhugar skaðabótamál. Herbert segir málið hafa verið honum dýrkeypt og segist hafa verið beittur andlegu og fjárhagslegu ofbeldi í skjóli meirihlutavalds. „Þetta er búið að rústa hjónabandinu mínu," segir Herbert. „Hjónabandið fór útaf álagi sem þetta mál olli. Nú bý ég einn í raðhúsinu með strákunum mínum," segir hann og bætir við að sigurinn sé því „bitter-sweet" eða súrsætur. „Þetta er búið að kosta mig rosalega reikninga. Ég er með tveggja milljón króna reikning frá Sveini Andra og félögum eftir að þau töpuðu málinu í undirrétti," segir Herbert sem íhugar skaðabótamál gegn húsfélaginu. „Ég sit uppi með þvílíkar skuldir." Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin í heild sinni væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina. Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki enda hefði hann látið gera við það nokkrum árum fyrr og því óþarfi að klæða það að nýju. Þetta staðfesti dómskvaddur matsmaður. Þar sem þökin á raðhúsalengjunni teljast til sameignar lenti hluti kostnaðar samt sem áður á Herberti, sem neitaði að borga sinn hluta og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt. Nágrannanarnir höfðu betur í héraði en í dag vísaði Hæstiréttur sem fyrr segir málinu frá héraði. Aðspurður hvort málið hafi verið þess virði, í ljósi þess að það hafi kostað hann konuna og gífurlegar fjárhæðir svaraði Herbert einlægur: „Já já. Ég er búinn að kynnast yndislegri konu. Vandamálin eru eldiviður framfaranna."
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira