Enski boltinn

Andy Johnson ánægður hjá Everton og ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andy Johnson.
Andy Johnson.

Andy Johnson, sóknarmaður Everton, neitar þeim fréttum að hann sé á leið frá félgainu. Hann hefur verið orðaður við West Ham, Newcastle og Manchester City.

„Ég hef lesið þetta í blöðunum og get sagt að þetta er algjört kjafæði. Ég skrifaði nýlega undir nýjan samning við Everton sem ég er mjög ánægður með. Það er hörð samkeppni í sóknarlínunni en þannig vill ég hafa það," sagði Johnson.

„Svona fréttir gera mig reiðan og ég get lofað stuðningsmönnum því að ég er mjög ánægður hérna. Ég hef aldrei hugsað út í að fara frá félaginu og ég hlakka til að hjálpa því að þróast enn frekar á næstu árum."

Þá er það að frétta úr herbúðum Everton að knattspyrnustjórinn David Moeys er sannfærður um að Lee Carsley leiki með liðinu á næstu leiktíð. Samningur þessa 34 ára leikmanns er að renna út og hefur hann verið orðaður við Derby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×