Enski boltinn

Capello útskýrir erfiðasta hluta starfs síns

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello.

Fabio Capello segir að það erfiðasta við hans starf sé að reyna að finna út hvers vegna enskir leikmenn standi sig ekki jafnvel með landsliðinu eins og þeir gera með félagsliði sínu.

„Þetta er vandamál sem forverar mínir hafa þurft að glíma við. Ég vona að ég geti skilið hver ástæðan sé og lagað þetta," sagði Capello.

„Ensku liðin eru að gera magnaða hluti í Meistaradeildinni og enska deildin er sú sterkasta í heimi. Samt komst enska landsliðið ekki í lokakeppni Evrópumótsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×