Innlent

Banaslys í Hellisheiðarvirkjun - Tveir látnir

Frá slysstað við Hellisheiðarvirkjun þar sem tveir menn létust þegar þeir lokuðust inn í súrefnislausu rými. MYND/Einar
Frá slysstað við Hellisheiðarvirkjun þar sem tveir menn létust þegar þeir lokuðust inn í súrefnislausu rými. MYND/Einar

Lögregla og sjúkralið frá Selfossi og Reykjavík voru kölluð að Hellisheiðarvirkjun upp úr kl. 19:00 í kvöld vegna alvarlegs vinnuslyss. Lögreglumenn eru ennþá við vinnu á vettvangi en tveir erlendir starfsmenn verktakafyrirtækis létust í slysinu.

Mennirnir sem eru frá Rúmeníu fóru inn í stórt rör sem var tæmt fyrir tveimur dögum af vatni og gufu. Rýmið var súrefnislaust og í kjölfarið misstu þeir meðvitund. Starfsfélagar mannanna náðu að draga þá út og hófu lífgunartilraunir sem báru ekki árangur.Frá Hellisheiðarvirkjun fyrr í kvöld. MYND/Einar

Slökkviliðið sendi sjúkrabíla, dælubíl og reykkafara á svæðið. Að auki komu sjúkraflutningarmenn úr Hveragerði.

Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Selfossi og vinnueftirlits. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að aðrir starfsmenn sem á svæðinu voru fái viðeigandi áfallahjálp. Starfsmenn Rauða krossins eru á leiðinni og með þeim er rúmenskur túlkur.
Tengdar fréttir

Alvarlegt slys í Hellisheiðarvirkjun

Alvarlegt slys varð í Hellisheiðarvirkjun fyrir stundu. Allt tiltækt lið lögreglu- og sjúkramanna á Selfossi var sent á staðinn ásamt liðsauka úr Reykjavík. Ekki er vitað hversu margir eru slasaðir en nokkrir munu vera alvarlega slasaðir og þar af einn lífshættulega. Jarðskjálfti að stærðinni 2,5 varð klukkan rúmlega hálf sjö í kvöld á svæðinu. Ekki er vitað hvort að sjálftin tengist sslysinu. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.