Þrjátíu og níu ára gamall Austurríkismaður hefur verið handtekinn fyrir að myrða fimm manna fjölskyldu sína, þar á meðal sjö ára gamalt barn.
Austurríkismenn eru slegnir yfir að þar skuli nú hver stórglæpurinn reka annan í þeirra friðsæla landi.
Morðinginn gaf sig sjálfur fram við lögreglu og kvaðst hafa myrt fjölskyldu sína.
Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún lík eiginkonunnar, barns þeirra, foreldra mannsins og tengdaföður hans.
Líkin voru illa farin og sýnilegt að fólkið hafði verið myrt með miklu ofbeldi.