Innlent

Fundu haglabyssur og hnífa í Hafnarfirði

Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þess fimmta leitað eftir að lögreglan gerði tvær húsleitir í Hafnarfirði í morgun. Á heimili mannanna fundust tvær haglabyssur, hnífar og alls kyns barefli.

Byssunum var stolið úr heimahúsi í Hafnarfirði á föstudaginn en auk vopnanna fann lögreglan fíkniefni í neysluskömmtum. Mennirnir fjórir voru yfirheyrðir í dag og verða yfirheyrðir aftur í kvöld.

Lögreglan veit hver fimmti maðurinn er og er vonast til þess að hann finnist fljótlega. Mennirnir hafa allir áður komið við sögu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×