Innlent

Glitnir banki í 15 þúsund fermetra húsnæði

Það ætti ekki að væsa um Lárus Welding forstjóra í nýjum höfuðstöðvum Glitnis.
Það ætti ekki að væsa um Lárus Welding forstjóra í nýjum höfuðstöðvum Glitnis.

Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Glitnis, sem til stendur að byggja á gömlu strætólóðinni, verði um 14 þúsund fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í svari Más Mássonar, forstöðumanns kynningarmála hjá Glitni, við fyrirspurn Vísis um málið. Að sögn Más er unnið að deiliskipulagi á lóðinni út frá vinningstillögu um skipulag lóðarinnar sem fram fór árið 2007.

Strætólóðin er í eigu félagsins Lóms ehf sem er í 100% eigu Glitnis. Sá hluti lóðarinnar sem fer undir sjálfar höfuðstöðvarnar er þó í eigu eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem Glitnir er stór hluthafi að. Fasteign mun byggja og eiga höfuðstöðvar Glitnis með sama hætti og Fasteign á í dag núverandi höfuðstöðvar á Kirkjusandi, að sögn Más.

Vænta má að deiliskipulag liggi fyrir í lok ársins. Fyrr munu framkvæmdir á lóðinni ekki hefjast. Ekki liggur fyrir hvað framkvæmdir munu kosta.

Eins og fyrr segir er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar verði 15 þúsund fermetrar. Til samanburðar má nefna að Kringlan er 54.000 fermetrar. Nýlegt húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi er 16,500 fermetrar. Þá er Háskólatorg, sem tekið var til notkunar um síðustu áramót, um 8.500 fermetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×