Æðsti hershöfðingi Simbabve hefur komið þeim skilaboðum til allra hermanna stjórnarhersins, að styðji þeir ekki Robert Mugabe í forsetakosningunum hinn 27. júní verði þeir umsvifalaust reknir.
Segir hann að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sé handbendi heimsvaldasinnaðra afla sem reyni að grafa undan framþróun í landinu.
Herinn hefur verið sendur um allt landið til að halda uppi lögum og reglu í kringum kosningarnar, en mannréttindahópar segja að hermennirnir stundi ítrekaðar árásir gegn stjórnarandstæðingum.