Þingfestingu í ákæru á hendur Benjamín Þór aftur frestað 4. nóvember 2008 10:09 Fresta varð í morgun í annað sinn á skömmum tíma þingfestingu í máli ákæruvaldsins á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara fyrir að hafa hótað og barið Ragnar Ólaf Magnússon. Fjallað var um árásina í Kompásþætti fyrr í haust þar sem tekinn var fyrir heimur handrukkara. Ákæran á hendur Benjamín er í þremur liðum. Lýtur hún í fyrsta lagi að hótunum Benjamíns í garð Ragnars áður en hann réðst á hann og í öðru lagi að árásinni sjálfri. Samkvæmt ákærunni sparkaði Benjamín í Ragnar, tók hann hálstaki og þrýsti honum niður til jarðar. Þá sparkaði hann nokkrum sinnum í höfuð Ragnars þar sem hann lá í jörðinni, kýldi hann í andlitið auk þess sem hann kýldi hann hnefahöggum í líkama. Þetta varð til þess að Ragnar hlaut kúlu vinstra megin á enni, heilahristing, eymsli í hársverði vinstra megin á höfði, tognun í brjóstkassa og tognun í hálsvöðvum. Ákæran á hendur Benjamín er byggð á upptökum Kompáss af árásinni en Benjamín hefur boðað skaðabótamál á hendur Kompási fyrir að birta myndbandið. Í þriðja lagi er Benjamín ákærður fyrir að hafa ráðist á annan mann í byrjun júlí á barnum á Hilton-hótelinu. Benjamín á að hafa kýlt hann hnefahöggi í andlit og svo kýlt hann aftur í hægri vanga með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut bólgu á gagnaugasvæði hægra megin sem teygði sig upp í hársvörð, bólgu framan við hægra eyra og niður eftir neðri kjálka, eymsli í kjálka og í hálsvöðvum hægra megin og heilahristing. Til stóð að þingfesta ákæruna á hendur Benjamín í síðasta mánuði en það var ekki hægt því Benjamín var í útlöndum. Hann mætti ekki við þingfestingu í morgun og var henni því frestað aftur, í þetta sinn til 27. nóvember. Umfjöllun Kompáss um fyrrnefnda málið má nálgast hér. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fresta varð í morgun í annað sinn á skömmum tíma þingfestingu í máli ákæruvaldsins á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara fyrir að hafa hótað og barið Ragnar Ólaf Magnússon. Fjallað var um árásina í Kompásþætti fyrr í haust þar sem tekinn var fyrir heimur handrukkara. Ákæran á hendur Benjamín er í þremur liðum. Lýtur hún í fyrsta lagi að hótunum Benjamíns í garð Ragnars áður en hann réðst á hann og í öðru lagi að árásinni sjálfri. Samkvæmt ákærunni sparkaði Benjamín í Ragnar, tók hann hálstaki og þrýsti honum niður til jarðar. Þá sparkaði hann nokkrum sinnum í höfuð Ragnars þar sem hann lá í jörðinni, kýldi hann í andlitið auk þess sem hann kýldi hann hnefahöggum í líkama. Þetta varð til þess að Ragnar hlaut kúlu vinstra megin á enni, heilahristing, eymsli í hársverði vinstra megin á höfði, tognun í brjóstkassa og tognun í hálsvöðvum. Ákæran á hendur Benjamín er byggð á upptökum Kompáss af árásinni en Benjamín hefur boðað skaðabótamál á hendur Kompási fyrir að birta myndbandið. Í þriðja lagi er Benjamín ákærður fyrir að hafa ráðist á annan mann í byrjun júlí á barnum á Hilton-hótelinu. Benjamín á að hafa kýlt hann hnefahöggi í andlit og svo kýlt hann aftur í hægri vanga með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut bólgu á gagnaugasvæði hægra megin sem teygði sig upp í hársvörð, bólgu framan við hægra eyra og niður eftir neðri kjálka, eymsli í kjálka og í hálsvöðvum hægra megin og heilahristing. Til stóð að þingfesta ákæruna á hendur Benjamín í síðasta mánuði en það var ekki hægt því Benjamín var í útlöndum. Hann mætti ekki við þingfestingu í morgun og var henni því frestað aftur, í þetta sinn til 27. nóvember. Umfjöllun Kompáss um fyrrnefnda málið má nálgast hér.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira