Enski boltinn

Ferdinand er óbrotinn

NordcPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand fór í ítarlega læknisskoðun hjá Manchester United í gær og þar kom í ljós að hann er ekki ristarbrotinn eins og óttast var. Félagið gaf út yfirlýsingu þess efnis á heimasíðu sinni í dag en vill lítið annað gefa út um meiðslin.

Fastlega er reiknað með því að Spánverjinn ungi Gerard Pique verði fyrir vikið í vörninni hjá United gegn Roma annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×