Enski boltinn

Man Utd fékk aðeins stig á Riverside

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það var hart barist í dag.
Það var hart barist í dag.

Middlesbrough og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í bráðskemmtilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir þessi úrslit er forysta United á Chelsea aðeins þrjú stig.

Michael Carrick sendi á Cristiano Ronaldo sem kom United yfir eftir tíu mínútna leik. Héldu þá margir að United myndi keyra yfir heimamenn en sú varð ekki raunin.

Middlesbrough fékk nokkur góð færi áður en Afonso Alves náði að jafna á 35. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum komst Boro yfir á 56. mínútu þegar Alves skoraði sitt annað mark.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir skoraði Wayne Rooney og jafnaði fyrir United en Park Ji-Sung bjó það mark til. Undir lokin áttu gestirnir nokkur stórhættuleg færi en náðu ekki að skora og liðin skiptu stigunum á milli sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×