Enski boltinn

Chelsea er svipur hjá sjón án Mourinho

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Mateja Kezman hjá Fenerbahce í Tyrklandi segir að Chelsea sé alls ekki sama liðið og það var undir stjórn Jose Mourinho. Kezman og félagar lögðu Chelsea 2-1 í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni.

Kezman þekkir vel til Chelsea eftir að hafa verið einn af fyrstu mönnunum sem Mourinho keypti þangað á sínum tíma, en hann er ekki hrifinn af enska liðinu í dag.

"Chelsea er ekki sama lið án Mourinho. Þegar hann var með liðið var það eins og vél - það gerði ekki mistök. Á móti okkur misstu þeir einbeitingu og fengu á sig tvö mörk og það sama var uppi á teningnum í leikjunum tveimur þar á undan í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki sami andi í liðinu og var og við verðum að nýta okkur það," sagði Kezman í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×