Erlent

Bin Laden tjáir sig um dönsku skopteikningarnar

Osama Bin Laden
Osama Bin Laden

Al Qaeda leiðtoginn Osama Bin Laden hefur sent frá sér hljópupptöku og er með skilaboð til Evrópusambandsins. Bandarískir miðlar greina frá þessu í kvöld.

Skilaboðin frá Bin Laden snerta dönsku skopteikningarnar af Múhameð spámanni sem birtust í þarlendum blöðum fyrir tveimur árum síðar. Bin Laden varar við harðri refsingu vegna teikninganna og segir þær hluta af herferð sem meðal annars tengist páfanum.

Íslömsk vefsíða sagði fyrr í kvöld að Bin Laden hefði gefið frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að fimm ár eru síðan Bandaríkin réðust inn í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×