Erlent

Hótel eingöngu fyrir konur í Saudi-Arabíu

Fyrsta hótelið sem eingöngu er ætlað konum var opnað í Saudi Arabíu í vikunni. Um er að ræða Luthan hótelið í höfuðborginni Riyadh.

Samkvæmt íslömskum lögum sem stranglega er framfylgt í landinu eiga konur og karlar að vera aðskildin á opinberum vettvangi. Þar að auki búa saudibarabískar konur við ýmsar hömlur. Mega ekki taka bílpróf, verð að hylja allan líkama sinn og andlit utan heimilis síns og mega ekki eiga samskipti við aðra karlmenn en fjölskyldu og ættingja svo dæmi séu tekin. Nýja hótelinu er ætlað að gera þeim lífið aðeins léttara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×