Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast 13. mars 2008 18:45 Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira