Heilbrigðiskerfinu gjörbylt án umræðu á þingi 13. mars 2008 11:05 Stjórnarandstöðuþingmenn deildu hart á Guðlaug Þór Þórðarssson á Alþingi í morgun fyrir að vilja ekki ræða það sem þeir kölluðu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Verið væri að gjörbylta heilbrigðisráðuneytinu án umræðu á þingi. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, benti á það að auglýst hefði verið í Morgunblaðinu í lok febrúar að útvista ætti rekstur heillar deildar á Landakosti. Sjónvarpið hefði vakið athygli hans á auglýsingunni og hann hefði gagnrýnt þetta í viðtali. Heilbrigðisráðherra hefði svarað því til að hann væri að reyna að gera hluti tortryggilega. Ögmundur sagðist hafa óskað eftir að ræða um málið utan dagskrár á þingi og ekki hefði staðið á stjórn þingsins að veita heimild fyrir umræðunni áður en þingið færi í páskafrí í dag. Hins vegar hefði heilbrigðisráðherra neitað að taka umræðuna og spurði Ögmundur hvort hann treysti sér ekki í málið. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði að formenn flokkanna hefðu á fundi í gær rætt um utandagskrárumræður en ráðherra hefði ekki getað orðið við beiðni þingmannsins. Menn myndu að sjálfsögðu leitast við að finna tíma þar sem ráðherrar og þingmenn gætu tekið slíka umræðu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt að á fundi þingflokksformanna hefði verið ákveðið hvaða utandagskrárumræður skyldu fara fram en Ögmundur hefði ekki verið uppi með áherslur um umræður um heilbrigðismál á fundinum. Honum hefði verið í lófa lagið að taka málið fyrir. Þá benti hún á að ráðherra hefði rætt heilbrigðismál og einkarekstur í fyrirspurnartíma í gær og því viki hann sér ekki undan umræðunni. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði verið að gjörbylta heilbrigðiskerfinu án umræðu á þingi. Heilbrigðisráðherra legði sig fram um að vera sem minnst á Alþingi og í gær hefði verið settur á svið leikþáttur í fyrirspurnartíma þegar Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, hefði spurt ráðherra um mikilvægi þess að einkavæða í heilbrigðiskerfinu. Ásta Möller sagðist áskilja sér fullan rétt til að ræða við heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að hún væri formaður heibrigðisnefndar. Þá benti hún á að stjórnendur Landspítalans þyrftu að loka 20 rýmum vegna manneklu á meðan 50-60 manns í brýnni þörf biðu eftir plássi á hjúkrunarstofnun. Með því að leita útboða í 20 rúma deild væri verið að reyna að bregðast við því. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði það skipta verulegu máli að fá að ræða málin við ráðherra. Hún benti enn fremur á að utandagskrárumræður væru ekki á forsendum ráðherra heldur þingmanna. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn deildu hart á Guðlaug Þór Þórðarssson á Alþingi í morgun fyrir að vilja ekki ræða það sem þeir kölluðu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Verið væri að gjörbylta heilbrigðisráðuneytinu án umræðu á þingi. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, benti á það að auglýst hefði verið í Morgunblaðinu í lok febrúar að útvista ætti rekstur heillar deildar á Landakosti. Sjónvarpið hefði vakið athygli hans á auglýsingunni og hann hefði gagnrýnt þetta í viðtali. Heilbrigðisráðherra hefði svarað því til að hann væri að reyna að gera hluti tortryggilega. Ögmundur sagðist hafa óskað eftir að ræða um málið utan dagskrár á þingi og ekki hefði staðið á stjórn þingsins að veita heimild fyrir umræðunni áður en þingið færi í páskafrí í dag. Hins vegar hefði heilbrigðisráðherra neitað að taka umræðuna og spurði Ögmundur hvort hann treysti sér ekki í málið. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði að formenn flokkanna hefðu á fundi í gær rætt um utandagskrárumræður en ráðherra hefði ekki getað orðið við beiðni þingmannsins. Menn myndu að sjálfsögðu leitast við að finna tíma þar sem ráðherrar og þingmenn gætu tekið slíka umræðu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt að á fundi þingflokksformanna hefði verið ákveðið hvaða utandagskrárumræður skyldu fara fram en Ögmundur hefði ekki verið uppi með áherslur um umræður um heilbrigðismál á fundinum. Honum hefði verið í lófa lagið að taka málið fyrir. Þá benti hún á að ráðherra hefði rætt heilbrigðismál og einkarekstur í fyrirspurnartíma í gær og því viki hann sér ekki undan umræðunni. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði verið að gjörbylta heilbrigðiskerfinu án umræðu á þingi. Heilbrigðisráðherra legði sig fram um að vera sem minnst á Alþingi og í gær hefði verið settur á svið leikþáttur í fyrirspurnartíma þegar Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, hefði spurt ráðherra um mikilvægi þess að einkavæða í heilbrigðiskerfinu. Ásta Möller sagðist áskilja sér fullan rétt til að ræða við heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að hún væri formaður heibrigðisnefndar. Þá benti hún á að stjórnendur Landspítalans þyrftu að loka 20 rýmum vegna manneklu á meðan 50-60 manns í brýnni þörf biðu eftir plássi á hjúkrunarstofnun. Með því að leita útboða í 20 rúma deild væri verið að reyna að bregðast við því. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði það skipta verulegu máli að fá að ræða málin við ráðherra. Hún benti enn fremur á að utandagskrárumræður væru ekki á forsendum ráðherra heldur þingmanna.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira