Innlent

Spasskí hefur áhyggjur af skáklistinni

Boris Spasskí á blaðamannafundinum.
Boris Spasskí á blaðamannafundinum.

Boris Spasskí segist hafa áhyggjur af því að skáklistinni sé að hraka og að smám saman verði hún vélrænni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Spasskí hélt í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar sem hátíðardagsskrá til minningar um Bobby Fischer stendur nú yfir.

Spasskí sagði að með tilkomu tölvunnar hafi klassískum skákmönnum fækkað og að nú séu margir skákmenn jafngóðir en enginn sem tróni á toppnum. Aðspurður um vináttu sína og Bobby Fischer sagði Spasský að Fischer hefði verið góður vinur og að þeir hafi alla tíð haldið sambandi.

Augljóst var á blaðamannafundinum að Spasskí bar mikla virðingu fyrir Fischer og þótti vænt um hann. Þá sagði Spasskí að eftir að hann hafði tapað fyrir Fischer í heimsmeistaraeinvíginu í Laugardalshöll árið 1972 hafi skáksambandið í Sovétríkjunum sett hann í 9 mánaða skákbann og að það hafi sér þótt erfitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×