Innlent

Frækileg björgun í Stórahelli

Um þrettán metra fall var af syllunni og niður á hellisgólfið.
Um þrettán metra fall var af syllunni og niður á hellisgólfið.

Félagar í björgunarsveitinni Ingunni framkvæmdu frækilega björgun í Stórahelli í Stóragili við Laugarvatn um þrjúleitið í dag. Boð bárust um að maður væri í sjálfheldu á klettasyllu í Stórahelli í Stóragili við Laugarvatn. Um 13 metra þverhnýpi er frá syllunni á hellagólfið og klakabundin.

Til þessa hefur verið þarna keðja sem hægt var að klifra upp með en þegar maðurinn, sem var í hópi með fjórum öðrum, var nánast kominn uppá brún á syllunni, gaf sig festingin fyrir keðjuna og hann með snarræði náði að bjarga sér á sylluna.

Kallað var á björgunarsveitina Ingunni sem kom með sérhæfðan klifurbúnað á staðinn og náði að bjarga manninum niður, heilum á húfi og var aðgerðinni lokið um klukkan sex.

Fólkið var vel útbúið og vant fjallaklifri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×