Innlent

Frábært veður á skíðasvæðunum

Þær gerast varla betri aðstæðurnar í Bláfjöllum.
Þær gerast varla betri aðstæðurnar í Bláfjöllum. MYND/Sigga Guðlaugs

Frábært veður er nú í Bljáfjöllum og í Skálafelli og færið með besta móti. Mikið er af nýföllnum snjó og er sólskin og logn. Þar skemmta ungir og aldnir sér nú við skíða og brettarennsli í blíðunni.

Opið er í Bláfjöllum frá klukkan 10 til 18 en þar er nánast logn og frost þrjár gráður. Í Skálafelli er einnig opið frá klukkan 10 til 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×