Innlent

Tölvuþjófur úr Borgartúni handtekinn

MYN/Stöð 2

Maðurinn, sem lögreglan hefur leitað vegna tilraunar til stuldar á fartölvum úr tölvubúð við Borgartún í fyrradag, hefur verið handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Maðurinn beitti harkalegri aðferð við að losna úr haldi starfsmanns sem hafði gómað hann við verknaðinn og hótaði meðal annars að stinga starfsmanninn með töng sem hann hafði meðferðis. Starfsmaðurinn skrámaðist aðeins lítillega í framan.

Maðurinn er enn í haldi lögreglu en ekki liggur fyrir hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×