Innlent

Átak gegn krabbameini hjá körlum

Heimir Már Pétursson skrifar

Í dag hefst átak í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum en innan tíðar hefst í fyrsta skipti skimun eftir ristilkrabbameini hjá körlum. Forstjóri Krabbameinsfélagsins afhenti ráðherrum í morgun þrílita slaufu sem seld er til stuðnings átaksins.

Árlega greinast um 630 karlmenn með krabbamein á Íslandi. Lang algengasta krabbamein karla er í blöðruhálskirtli, eða um 190 tilfelli á ári, en þar á eftir koma krabbamein í lungum og ristli. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir átaki til að efla vitund karla um eigið heilsufar og hefur opnað heimasíðu í tengslum við það, karlarogkrabbamein punktur is.

Í morgun seldi Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrstu þrílitu slaufurnar sem fara í sölu í dag vegna átaksins og hvetja eiga karla til að huga betur að einkennum sem gætu bent til krabbameins.

Guðrún segir Íslendinga geta gert mun betur í baráttunni gegn ristilkrabbameini og aukið lífslíkur fólks með því að greina krabbameinið snemma og bjarga þannig fleiri mannslífum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×