Innlent

Ók á göngubrú með vörubílspallinn uppi

Tvennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys sem varð við Álfahvarf í Kópavogi í morgun.

Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður vörubíls hafi farið undir göngubrú við götuna með pallinn uppi og rakst hann því í brúna. Að sögn sjónarvotta fór pallurinn af og einhver dekk undan bílnum líka.

Ökumaður var sendur á slysadeild með höfuðáverka en þeir munu ekkki hafa verið alvarlegir. Gatan er nú lokuð að sögn lögreglu á meðan hreinsað er til á vettvangi en óvíst er hvenær hún verður opnuð aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×