Innlent

Gettur Betur: Akureyringar í úrslit eftir æsispennandi lokasprett

Akureyringar studdu vel við sitt lið í kvöld.
Akureyringar studdu vel við sitt lið í kvöld.

Menntaskólinn á Akureyri lagði Menntaskólann við Hamrahlíð með 25 stigum gegn 24 í æsispennandi Gettu betur keppni í kvöld. Lið MH náði forystu eftir hraðaspurningar en Akureyringar náðu yfirhöndinni á lokakafla bjölluspurninganna. Þeir tryggðu sér svo sigurinn með því að svara næst síðustu þriggja stiga spurningu keppninnar rétt og komast því áfram í úrslitaviðureigninga sem fram fer um næstu helgi.

Þar mæta Akureyringar sigurvegurum viðureignar Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík en sú keppni fer fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×