Innlent

Bíll valt á Gullinbrú

Engan sakaði þegar fólksbíll valt á Gullinbrú í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum. Talið er að bíllinn hafi runnið út af veginum í hálku. Sjúkralið og slökkvilið komu á staðinn stuttu eftir bílveltuna og komu bílnum aftur á hjólin. Ökumaðurinn afþakkaði frekari aðstoð.

Eins og fram hefur komið í fréttum í morgun er víða hált og þæfingsfærð og því ástæða fyrir ökumenn að sýna varkárni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×