Innlent

Umboðsmaður spyr um seðilgjöld hins opinbera

Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.

Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra bréf og spurt hvort fyrirhugað sé af hálfu ráðuneytanna að kanna í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld.

Fram kemur á heimasíðu umboðsmanns að bréfið sé sent í framhaldi af þeirri ákvörðun viðskiptaráðherra að beina þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að innheimta ekki seðilgjöld nema með sérstökum undantekningum.

Umboðsmaður segist hafa fengið af og til kvartanir á undanförnum árum yfir því að opinberar stofnanir hafi bætt við seðilgjaldi eða sambærilegu innheimtugjaldi við lögbundin gjöld eða greiðslur fyrir þjónustu sem þau veittu. Því hafi hann skrifað bréfið og spurt hvor ráðuneytin tvö ætli að kanna í hvaða mæli hið opinbera innheimti seðilgjöld og í hvaða tilvikum sé lagaheimild fyrir því. Óskar umboðsmaður eftir svari fyrir 18. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×