Innlent

Hægt að nota kreditkort í bílastæðahúsum í næstu viku

Stöðumælum og bílastæðahúsum sem aðeins taka klink fer nú fækkandi því í næstu viku geta ökumenn notað kreditkort í greiðsluvélunum í bílastæðahúsum og innan skamms í nýjum miðamælum sem settir verða upp víðsvegar í miðborginni.

Í frétt frá umhverfissviði borgarinnar segir að með þessu eigi að bæta þjónustuna í miðbænum. Allir klinkmælar eiga að hverfa með tíð og tíma nema á Skólavörðustíg þar sem haldið verður í gamla tíma.

Bílastæðasjóður, sem heldur utan um stöðumæla og bílastæðahús, fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir en þess má geta að fyrstu stöðumælarnir voru settir upp í Reykjavík árið 1957. Þá kostuðu 15 mínútur eina krónu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×