Innlent

Örlög Guðmundar hjá OR ráðast þegar leyfi lýkur

Örlög Guðmundar Þóroddssonar forstjóra REI ráðast þegar leyfi hans lýkur þann 1. apríl n.k.. Þá á hann að taka aftur við forstjórastöðu Orkuveitunnar en samkvæmt heimildum Vísi er síður en svo öruggt að svo verði.

Sjálfur segist Guðmundur ekki eiga von á öðru en að hann taki aftur við forstjórastöðu OR. "Það er ekkert annað í kortunum en að ég taki aftur við mínu gamla starfi 1. apríl. Það hefur enginn rætt við mig um annað. Ekki nema það vanti sökudólg," sagði Guðmundur í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum og vísaði þar til REI-málsins.

Kjartan Magnússon stjórnarformaður OR segir að hann vilji ekkert tjá sig um þetta mál að svo stöddu.

REI er 100% í eigu OR og það verður því stjórn OR sem tekur ákvörðun um örlög Guðmundar þegar hann snýr aftur úr sjö mánaða leyfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×